spot_img
HomeFréttirSænska hafin

Sænska hafin

Líkt og íslenskir námsmenn forðum héldu í víking til Kaupmannahafnar hafa íslenskir körfuknattleiksmenn samtímans herjað á úrvalsdeildina í Svíþjóð. Keppni í þeirri sænsku er hafin og annað kvöld rúlla tvö af þremur Íslendingaliðum af stað. Nýjasti víkingurinn sem út vill til Svíþjóðar er Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hans menn í Solna hefja leik á sunnudag.
 
 
Annað kvöld verður Haukur Helgi Pálsson á heimavelli þegar Umea BSKT mæta í heimsókn en þeir Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson, Ægir Þór Steinarsson og Ragnar Nathanaelsson hefja mótið á útivelli gegn Jamtland Basket.
 
Á sunnudag eru Sigurður og Solna á heimavelli þegar Jamtland kemur í heimsókn. Tveimur leikjum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni þar sem Umea BSKT vann opnunarleikinn 96-83 gegn Jamtland. Leikið var einnig í gær þegar Södertalje lagði Norrköping 92-85.
  
Mynd/ [email protected] – Haukur Helgi og félagar í LF byrja heima annað kvöld þegar Umea BSKT mæta í heimsókn. Þjálfari LF er Peter Öqvist, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Fréttir
- Auglýsing -