Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom af bekknum og skilaði tæpum 25 mínútum í sínum fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann mátti ásamt félögum sínum í Solna sætta sig við 19 stiga ósigur á útivelli gegn Uppsala Basket. Lokatölur 92-73 Uppsala í vil.
Sigurður kom með 8 stig af bekknum og tók einnig 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Jaron Jamal Jones var atkvæðamestur hjá Solna með 22 stig.
Þá hafa öll Íslendingaliðin í Svíþjóð leikið sinn fyrsta mótsleik. Haukur og LF unnu sigur, Sundsvall með þá Hlyn, Jakob, Ægi og Ragnar lönduðu einnig sigri en Solna og Sigurður fengu skell. Þá var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með fljúgandi start ásamt Norrköping Dolphins í öruggum sigri liðsins. Heilt yfir góð byrjun Íslendingaliðanna.