spot_img
HomeFréttirPolkowice með útisigur

Polkowice með útisigur

Tímabilið hófst um helgina hjá Helenu Sverrisdóttur í Póllandi. CCC Polkowice gerði þá góða ferð á útivöll með 54-63 sigri gegn Sleza Wroclaw.
 
 
Helena var í byrjunarliði Polkwice og gerði 5 stig á 26 mínútum. Þristarnir vildu ekki niður þennan leikinn, 0-6 í þristum en hún bætti við fjórum fráköstum og einni stoðsendingu.
 
Næsti leikur Polkowice er þann 11. október næstkomandi en það er jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins. Rybnik kemur þá í heimsókn en Rybnik tapaði sínum fyrsta heimaleik 62-75 gegn Artego Bydg.
 
Mynd/ http://cccpolkowice.pl
  
Fréttir
- Auglýsing -