Will Graves og KKD. Keflavíkur hafa komist að samkomulagi og mun Will leika með liði Keflavíkur á næstu leiktíð. Will þessi er rúmlega tveggja metra framherji og kemur frá ekki ómerkari skóla en UNC (University of North Carolina) en líkast til vita flestir að þaðan útskrifaðist sá allra besti í sportinu. Will hefur spilað á þó nokkrum stöðum í heiminum og þar á meðal lenti kappinn í kröppum í Japan þar sem hann upplifði þar jarðskjálftann sem reið yfir árið 2011. Kappinn spilaði einnig í efstu deild í Argentínu.
Will kláraði ekki körfuboltaferil sinn hjá UNC því á þriðja ári sínu þar vísaði Roy Williams þjálfari kappanum úr liðinu eftir að hann hafði ekki farið eftir “reglum liðsins” eins og heimasíða UNC segir.