Keflvíkingum var í dag spáð Íslandsmeistaratitlinum í Domino´s deild kvenna. Keflvíkingar stigu vart feilspor á undirbúningstímabilinu og kvaðst Sandra Lind Þrastardóttir mjög spennt fyrir komandi leiktíð.
Sigurður Ingimundarson tók við kvennaliði Keflavíkur í sumar og þá endurheimtu Keflvíkingar Ingunni Emblu Kristínardóttur í sumar. Við bættust einnig þær Marín Laufey Davíðsdóttir og Hallveig Jónsdóttir svo raðir Keflvíkinga verða þéttar. Karfan TV ræddi við Söndru í Laugardal í dag.
Fyrsta umferðin í kvennaboltanum:
8. október – miðvikudagur, 19:15
KR – Valur
Snæfell – Haukar
Keflavík – Breiðablik
Grindavík – Hamar