spot_img
HomeFréttirMartin verður nr. 24 hjá LIU Blackbirds

Martin verður nr. 24 hjá LIU Blackbirds

LIU Brooklyn Blackbirds hafa birt leikmannalista sinn fyrir komandi leiktíð. Eins og flestum ætti að vera ljóst eigum við Íslendingar tvo leikmenn í röðum LIU en það eru Martin Hermannsson (KR) og Elvar Már Friðriksson (Njarðvík).
 
“Nýtt númer, nýir tímar” skrifaði Martin á Instagram síðu sína í dag og birti mynd af sér með númerið #24 undir. Þetta er útpælt númer samkvæmt heimildum Karfan.is en 24 er að sjálfsögðu summan af 9 og 15. Elvar hins vegar heldur sínu gamla númeri, eða 10 sem hann lék með hjá Njarðvík.
 
LIU hefur leik í upphitunarmótinu NIT 19. nóvember nk. gegn St. John’s háskólanum í New York en sá leikur verður í beinni á ESPN3. 27. nóvember mæta þeir Stony Brook háskólanum í Mekka körfuboltans, sjálfum Madison Square Garden. Sá leikur verður einnig sendur út beint en þá á ESPNU.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -