Friðrik Ingi Rúnarsson er mættur aftur í slaginn en hann stýrir Njarðvíkingum í Domino´s deild karla á komandi tímabili. Friðrik og Njarðvíkingar fá ærinn starfa annað kvöld þegar þeir heimsækja Íslandsmeistara KR í DHL-Höllina.
Njarðvíkinga langar að vera í hópi bestu liða og samanburðurinn hefst eins og áður segir strax á morgun í vesturbænum. Friðrik segir Njarðvíkinga fara vígreifa í leikinn en að verkefnið sé verðugt og tilhlökkun í ranni Njarðvíkinga. Karfan TV ræddi við Friðrik Inga á blaðamannafundi KKÍ í gær.