spot_img
HomeFréttirLF Basket sigrar Solna Vikings í Íslendingaslag

LF Basket sigrar Solna Vikings í Íslendingaslag

LF Basket sigraði Solna Vikings mjög örugglega í sænsku deildinni í gærkvöldi 103-79 á heimavelli LF.
 
Okkar maður Haukur Pálsson var með 10 stig og 6 stoðsendingar fyrir LF sem þjálfað er af fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, Peter Öqvist. Haukur skaut einnig 5-6 í tveggja stiga skotum.
 
Annar af okkar mönnum, Sigurður Þorsteinsson var stigahæstur í liði Solna með 18 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta.
 
Mynd: Sveriges Radio
 
Fréttir
- Auglýsing -