Kvennalið Stjörnunnar lék gegn Fjölni í kvöld og fór með öruggan sigur af hólmi 87-66. Stelpurnar náðu mest 25 stiga mun og héldu þægilegu forskoti út leikinn. Þær voru nokkrar sem áttu mjög góðan leik, Bryndís Hanna skoraði 31 stig, Eva María var með góða tvennu, 21 stig og 10 fráköst og Bára daðraði við tvennuna með 9 stig, 10 fráköst, 7 stolna bolta og mjög góða skotnýtingu. Semsagt mjög góð byrjun og vonandi að þær haldi áfram á sömu braut.
Stelpurnar léku í kvöld í bleikum sokkum, með bleika vatnsbrúsa og bleikar slaufur til stuðnings við Krabbameinsfélag Íslands.
Frétt: Stjarnan.is