spot_img
HomeFréttirMisjafnt gengi Íslendinga í Danmörku

Misjafnt gengi Íslendinga í Danmörku

Þau voru misjöfn hlutverk Íslendinga í dönsku deildinni í kvöld. Axel Kárason og félgar í Værlöse steinlágu heima gegn Horsens IC 63-91 en Copenhagen Wolfpack sem er með Jón Magnússon í þjálfarateyminu vann öruggan sigur í Álaborg 95-69.
 
Hvorki gekk né rak hjá Værlöse í dag og var liðið mest 42 stigum undir. Axel skoraði 11 stig, tók 5 frákökst og gaf 3 stoðsendingar en Værlöse hefur tapað fyrstu 2 leikjunum.
Copenhagen Wolfpack hefur hins vegar unnið 2 fyrstu leikina en liðið er nýtt í deildinni.
Fréttir
- Auglýsing -