spot_img
HomeFréttirDregið í Poweradebikarnum í dag

Dregið í Poweradebikarnum í dag

Í hádeginu í dag verður dregið í 32-liða úrslit í Poweradebikarkeppni. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ mun njóta aðstoðar við dráttinn í dag en þeir Kolbeinn Pálsson og Þórir Magnússon munu liðsinna Hannesi við að töfra upp liðin úr bikarskálinni góðu.
 
 
Kolbeinn varð sjö sinnum bikarmeistari með KR á árunum 1970-1979 og Þórir þrisvar sinnum með Val á árunum 1980-1983.
 
Bikardrátturinn verður í beinni útsendingu á Sporttv.is
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -