spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 23 (Special Edition)

Ruslatal nr 23 (Special Edition)

Ruslatal nr 23 verður tileinkað #23, geitinni sjálfri, Michael Jordan og sögum af því hvað hann er mikill skíthæll innan og utanvallar… hafið í huga að þetta eru allt sögur og ekkert þannig séð vitað um sannleiksgildi þeirra þó við trúum þeim öllum… Michael Jordan er besti körfuboltaleikmaður allra tíma og einn af 5 allra bestu íþróttamönnum í sögunni. En þú verður ekki á því leveli nema að skilja eftir þig sviðna jörð einhvers staðar. Hann er jú mennskur þó hann hafi flogið yfir mann og annan… 
 
Fyrstu árin hjá Bulls var hann óþolandi liðsfélagi og með sjúklega meðvirkan þjálfara í Doug Collins sem hafði nánast bara eitt kerfi: “Látið Jordan fá boltann og drullið ykkur í burtu”… Hann gaf ekki boltann á suma í liðinu, sama undir hvaða kringumstæðum… Jordan kýldi einu sinni Will Perdue, varamiðherja Bulls í fyrsta meistaraliðinu, í smettið á æfingu… Hann þoldi ekki Bill Cartwright þegar hann var fenginn til liðsins og kallaði hann meðal annars “Medical Bill” (LOL). Gaf alltaf sendingar beint í fæturnar á honum og sagði að hann gæti aldrei gripið boltann… Jordan bankaði einu sinni Steve Kerr í andlitið á æfingu eftir að Kerr hafði sagt honum að hoppa upp í afturendann á sér… jafnvel hall-of-famers fá ekki frið frá MJ… Robert Parrish lék síðastu leiktíð sína með Bulls 96-97 og Jordan fór strax í það að láta hann vita að hann væri í Casa de Jordan og að hann myndi “kick your ass”. Parrish sagði pollrólegur til baka að hann hafi drepið í stærri stubbum en honum og hann ætti nokkra hringa líka og þar við sat… Jordan átti í áratuga löngu stríði við yfirstjórn liðsins og þá einna helst Jerry Krause framkvæmdastjóra þess. Hann kallaði Jordan allaf “Jerry Crumbs” því hann var alltaf með mylsnur og hálfan matseðil dagsins á skyrtunni sinni og bindi…
 
MJ hefur alltaf skitið dálítið á Kobe af því hann er einna líkastur honum sem leikmaður. Eitt sinn var MJ spurður að því hvar hann setti Kobe í hópi þeirra bestu í sögunni og svarið var: “If you are talking about guards, I would say he has got to be in the top 10.” Kobe er semsagt aðeins í hópi topp 10 BAKVARÐA allra tíma að mati MJ. Ouch… Í einum af körfuboltabúðunum hans fann hann einn gutta í Kobe Bryant treyju pikkaði hann út og skoraði í 1-á-1. Þó þetta hafi verið aðeins gutti á fermingaraldri, gaf fimmtugur Michael Jordan ekkert eftir og rúllaði yfir hann… Hver mætir eiginlega í Air Jordan camp í Kobe treyju? C’mon son… Bulls mættu Hornets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ’95. Eitt sinn þegar Muggsy Bogues (sem er 160 cm á hæð) var með boltann fyrir utan öskraði MJ á hann: “Shoot it, you fucking midget!” Bogues skaut og hitti ekki og segja margir að þessi sókn hafi klárað ferilinn fyrir hann. Cry me a river… Jordan er annálaður spilafíkill og er tilbúinn að setja pening undir allt, hvort sem það er golfhringur eða hvor sé fljótari út að bílnum sínum eftir æfingu. Allt er keppni fyrir Jordan og hann hatar meira en allt að tapa… Meira að segja þegar hann er að spila spil við gamlar konur. Jordan fór eitt sinn í heimsókn til liðsfélaga síns hjá North Carolina, Buzz Peterson á Thanksgiving. Þar spilaði Jordan ósköp venjulegt spil með spilastokk við mömmu hans. Ekkert undir, bara rólegheit. Nema hvað Jordan gat ekki séð sig tapa fyrir henni. Ekki að ræða það. Það fylgir svo sögunni að Buzz hafi séð Jordan svindla grimmt í spilinu á meðan gamla konan var ekki að horfa, eða þurfti að fara frá borðinu… 
 
Rodney Cray spilaði fyrir Chicago Bulls 92-93 og þá hafði Jordan fundið fórnarlamb sitt fyrir það tímabil. Á æfingu eitt sinn manaði MJ Cray upp í skotkeppni með $100 undir hverjum leik. Allt gott og blessað nema á meðan á keppninni stóð öskraði Jordan stanslaust að honum: “You’re a loser! You’ve always been a loser!” Rodney gat varla lyft upp skoti eftir þetta og hætti í deildinni að lokinni leiktíðinni… Það er altalað hvernig MJ braut niður Kwame Brown eftir hann draftaði hann nr. 1 í nýliðavalinu, þegar Jordan var GM hjá Wizards. Jordan mætti á æfingar, sem framkvæmdastjóri félagsins, æfingar sem hann var ekki einu sinni að taka þátt í, til þess eins að hrauna yfir óharnaðan ungling sem vissi ekkert hvað hann var að gera. Eitthvað segir okkur samt að það hafi verið útrás fyrir klúðrið að drafta hann til að byrja með… Eitt sinn bað rapparinn Chamillionaire hann um eiginhandaráritun til þess eins að fá hárblásarann frá goðinu til baka. Jordan sagði honum að hypja sig og svo þetta: “Tell you what, I tell you what, you pay $15.000 right now for a jersey from me and I’ll take a picture with you.” Við hefðum hins vegar látið henda honum út bara fyrir að vera Chamillionaire og öll “lögin” sem hann hefur gefið út… 
 
Hall-of-Fame ræðan hans er löngu orðin fræg fyrir ekki aðeins þá tilviljun (eða hvað?) að hún var akkúrat 23 mínútur heldur fyrir það að á þessum 23 mínútum færði Jordan aðeins 7 sinnum þakkir fyrir eitthvað. Restin var eins manns ROAST á alla sem höfðu einhvern tímann verið í vegi hans. David Robinson hélt 7 mínútna ræðu þar sem hann þakkaði 17 aðilum fyrir sig. Leroy Smith, sá sem var valinn á undan honum í high school liðinu þegar Jordan var 15 ára og Bryon Russell sem Jordan skúraði gólfið með í Utah hér forðum, þeir fengu mestu gusurnar í ræðunni hans Jordan…
 
Eitt að lokum… Michael Jordan hætti ekki í NBA deildinni sumarið 1993. Við fullyrðum að hann var sendur í launalaust leyfi af Don David Stern. Af hverju í fjandanum ætti þessi keppnishundur að leggja skóna á hilluna og fara í leiðinlegustu íþrótt á jarðríki á hátindi ferilsins. “Lost my drive” og “nothing left to compete for” og aðrar klisjur sem flugu á blaðamannafundinum 1993 meika bara nákvæmlega ekkert sense þegar horft er á þennan mann… Spilafíkn Jordan var farin úr böndunum og NBA deildin var langt komin í rannsókn á tíðum heimsóknum hans í spilavítin á meðan úrslitakeppnin stóð yfir ásamt öðru, eftir kvartanir innan deildarinnar. Þegar Jordan hætti var hætt við rannsóknina… að sjálfsögðu. Jordan var eitt sinn spurður eftir að hann hætti fyrst hvort hann myndi einhvern tímann snúa aftur og hann svaraði: “If David Stern lets me”… 
 
Michael Jordan er kannski drullusokkur en það sem hann skildi eftir á körfuboltavellinum verður líklegast ekki jafnað eða slegið… alla vega í bráð. Hann ekki bara reif NBA deildina á hærra plan, hann reif körfuboltann upp á enn hærra plan. Fólk um allan heim fór að æfa körfubolta bara út af honum… Drullusokkur, skíthæll eða illmenni… hvað sem þið viljið kalla hann… við elskum hann og munum sennilegast allaf gera.
 
We OUT like geislabaugurinn hans Micheal Jordan.
Fréttir
- Auglýsing -