Snæfellsstúlkur sem unnið hafa þrjá fyrstu leikina í deildinn tóku á móti Keflavík sem spáð er fyrsta sætinu í Stykkishólmi. Eftir jafnar fyrstu mínútur stukku gestirnir úr 6-6 í 6-12. Leikurinn var kröftugur og einkenndist af hröðum sóknum, miklum hlaupum og keyrt á körfuna í fyrstu atrennu, en liðin voru ekkert að nýta þetta af neinu viti. Snæfell jafnaði 15-15 og komust svo yfir 18-16 eftir þrist frá Hildi. Keflavík nýttu sóknir sínar illa eftir að hafa gert vel í upphafi en bæði lið voru sæmileg varnarlega og staðan 18-17 fyrir heimastúlkur eftir fyrsta fjórðung.
Í öðrum hluta fóru liðin að hitta betur og eins gott þar sem voru að sökkva undir 30% . Um miðjan hluta var staðan orðin 24-29 fyrir gestina og fór Carmen þar fyrir sínu liði. Snæfell hófu þá svæðisvörn og pressu, ekki með besta árangrinum en hægðu aðeins á og brutu þó aðeins upp leik Keflavíkur sem leiddu 32-37 í hálfleik og voru t.a.m. að vinna frákastabaráttuna vel, 36 gegn 24 Snæfells og þar af 14 í sókn. Hjá Snæfelli var Hildur Sigurðardóttir komin með 14 stig og Kristen McCarthy 10 stig og 7 fráköst. Carmen Thomas var komin með 11 stig hjá Keflavík og Sandra Lind 9 stig. Sara Rún var dugleg undir körfunni 9 fráköst.
Keflavík byrjaði á svæðisvörn og komust í meiri forystu 34-42. Gunnhildur Gunnarsdóttir setti niður þrist til að saxa á 40-44 og Snæfell pressaði og spilaði svæðisvörn í von um betri tíð. Sú tíð kom lítið í hendurnar á Snæfelli sem voru að missa boltann klaufalega í fráköstum og voru líkt og með smjör á höndunum og Keflavík gekk á lagið emð mikilli baráttu og bættu við forystuna 48-60 eftir þriðja hluta.
Hildur Sigurðardóttir setti niður sinn fjórða þrist af sex og reyndi að kveikja von í sínu liði en hægar sóknir Snæfells voru ekki sannfærandi og Ingunn Embla svaraði að bragði með þrist 54-66 fyrir Keflavík og Hallveig Jónsdórttir kom þeim svo í 54-69. Keflavík sýndu í seinni hálfleik að þeim langaði meira í boltann enduðu með 66 fráköst og þar af 27 sóknar og þrír leikmenn þeirra settu í tvennu í leiknum. Snæfellsstúlkur gátu litlu breytt þrátt fyrir smá breik í lokin og Keflavík tóku sanngjarnan baráttusigur með sér 68-83.
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 24/9 frák. Kristen McCarthy 20/15 frák/6 stoð. Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/4 stoðs. Berglind Gunnarsdóttir 5. Rósa Kristín 4. María Björnsdóttir 2/4 frák. Rebekka Rán 2. Alda Leif 2. Hugrún Eva 1. Helga Hjördís 0/5 frák. Helena Helga 0.
Keflavík: Carmen Thomas 19/12 fráköst. Marín Laufey 13/10 frák. Hallveig Jónsdóttir 12. Sandra Lind 11/8 frák. Sara Rún 10/11 frák. Ingunn Embla 10/6 frák/4 stoðs. Birna Ingibjörg 4/6 frák. Emelía Ósk 2. Bríet Sif 2. Elfa Falsdóttir 0. Lovísa Falsdóttir 0. Thelma Dís 0.
Símon B Hjaltalín.