Justin Shouse verður ekki með Stjörnunni á eftir þegar Garðbæingar mæta Keflvíkingum í lokaleik annarrar umferðar í Domino´s deild karla kl. 19:15 í Keflavík. Þetta staðfesti Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar við Karfan.is.
Hrafn sagði Shouse hafa fengið sinn þriðja heilahristing á tveimur árum í leiknum síðasta gegn Tindastól. Hrafn sagði Shouse þurfa tíma og að hann hafi verið dágóðan tíma að ná sér.
Keflavík lagði Skallagrím í fyrstu umferð en Stjarnan lá heima gegn Tindastól og er eitt af fjórum stigalausum liðum í deildinni um þessar mundir.
Mynd/ [email protected]