spot_img
HomeFréttirPaul George byrjaður að skjóta

Paul George byrjaður að skjóta

 Ein helsta stjarna Indiana Pacers, Paul George er komin á parketið og byrjaður að skjóta boltanum aðeins þremur mánuðum eftir slæmt fótbrot í leik með bandaríska landsliðinu þann 1. ágúst sl.  George hefur sett sér það markmið að spila í það minnsta eitthvað á þessu tímabili en læknar sögðu hann nú í lok september að hann gæti farið að setja þunga á löppina og unnið með efri skrokk sinn. 
 
Paul George er ekki frægur fyrir það að sitja á tréverkinu meiddur en hann hefur aðeins misst úr þrjá leiki síðan hann kom í deildina árið 2011.  Indiana koma til með að sakna hans gríðarlega þar sem hann setur um 22 stig á leik og rífur um 7 fráköst ásamt því að senda ujm 4 stoðsendingar. 
 
 Skotæfing Paul Georges
 
 
 Meiðslin
 
 
 
Viðtal í september
 
+
 
 
Fréttir
- Auglýsing -