„Vissulega munar um að hafa ekki erlendan leikmann en mér fannst við sjálfum okkur verstar í kvöld,“ sagði miðherjinn Helga Einarsdóttir leikmaður KR eftir fjórða tapleik liðsins í röð í Domino´s deild kvenna. KR steinlá í DHL-Höllinni 47-71 gegn Grindavík.