spot_img
HomeFréttirSunnlenska.is: „Góð lið finna leiðir til að vinna leiki“

Sunnlenska.is: „Góð lið finna leiðir til að vinna leiki“

Hamar lagði FSu 84-78 í spennuleik í 1. deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld.
 
 
„Það var frábært að vinna þennan leik. Ég tek ofan fyrir FSu, þeir stóðu sig vel varnarlega og eru með mjög góða leikmenn. Við stóðum okkur ekki nógu vel í fyrri hálfleik, FSu var að spila hörkuvörn á okkur og við vorum kannski ekki alveg tilbúnir í það,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars, í samtali við sunnlenska.is eftir leik.
 
„Stóru skotin fóru að detta hjá okkur í 4. leikhluta. Dóri skoraði mikilvægar körfur og Julian var frábær í kvöld. Þegar þessi stóru skot koma þá á ekkert lið séns í okkur,“ sagði Ari ennfremur.
 
 
 
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Hamar 3/0 6
2. Höttur 3/0 6
3. Valur 2/1 4
4. Breiðablik 1/1 2
5. ÍA 1/1 2
6. FSu 1/2 2
7. KFÍ 0/3 0
8. Þór Ak. 0/3 0
Fréttir
- Auglýsing -