Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino´s deild karla og tveir leikir í 1. deild karla. Báðir leikirnir í Domino´s deild karla hefjast kl. 19:15. Haukar fara vel af stað og hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en þeir taka á móti Fjölni í kvöld sem eru á botninum án stiga. Þá mætast Þór Þorlákshöfn og Keflavík í Icelandic Glacial Höllinni.
Í 1. deild karla eigast við KFÍ og ÍA kl. 19:15 í Jakanum á Ísafirði og svo tekur Valur á móti Hetti kl. 19:15 í Vodafonehöllinni.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla
19:15 Þór Þorlákshöfn – Keflavík
19:15 Haukar – Fjölnir (Haukar TV)
Leikir kvöldsins í 1. deild karla
19:15 KFÍ – ÍA
19:30 Valur – Höttur
Mynd/ Axel Finnur