spot_img
HomeFréttirNBA spá: suðausturriðill

NBA spá: suðausturriðill

 Karfan.is leitaði til sérfræðinga Facebook spjallhópsins NBA Spjallið – Where Amazing Happens og bað meðlimi hópsins að spá fyrir um komandi NBA tímabil.
 
Í dag bjóðum við upp á suðausturriðilinn eins og honum var spá af sérfræðingunum. Gangi spáin eftir verða það allt að fjögur lið sem taki þátt í úrslitakeppninni úr suðaustrinu, Washington Wizards, Miami Heat og Charlotte Hornets eiga að vera örugg inni og Atlanta Hawks deila 8. sætinu með Indiana Pacers. Orlando Magic sitja þá eftir með sárt ennið.
 
Washington Wizards: þessi spá er sett saman áður en Bradley Beal meiddist, en hann verður frá mest allan nóvembermánuð. Hann og hinn leiftursnöggi John Wall mynda saman ansi öflugt bakvarðarteymi, líklega það öflugasta í NBA deildinni og því munar mikið um fjarveru Beal fyrsta keppnismánuð deildarinnar. Wizards hafa verið vaxandi síðustu árin og munar þar mestu um vöxt Wall sem leikmanns, en ljóst er að þetta lið fer ekki lengra en hann getur tekið það.
Leikmenn inn: DeJuan Blair (DAL), Rasual Butler (IND), Kris Humphries (BOS), Damion James (SAS), John Lucas III (UTA), Paul Pierce (BKN), Xavier Silas.
Leikmenn út: Trevor Ariza (HOU), Trevor Booker (UTA), Al Harrington, Chris Singleton (IND).
 
Miami Heat: í sumar var allt lagt undir í baráttunni um Lebron James, og þeir töpuðu. Í staðinn fengu þeir Luol Deng, Danny Granger og Josh McRoberts (þeir tveir síðastnefndu sömdu reyndar áður en LBJ gerði upp hug sinn), en þessum drengjum ásamt þeim Wade, Bosh, Chalmers og Cole verður treyst fyrir að halda skipinu á floti. Vissulega má hafa áhyggjur af liði sem missir sinn besta leikmenn, en því má ekki gleyma að bæði Wade og Bosh voru stórstjörnur sem fórnuðu í eigin leik til að mynda sterkari liðsheild. Það skal því engan undra ef þeir tveir halda liðinu á floti og vel rúmlega það.
Leikmenn inn: Shannon Brown (NYK), Luol Deng (CLE), James Ennis (R), Danny Granger (LAC), Josh McRoberts (CHA), Shabazz Napier (R), Shawne Williams.
Leikmenn út: Ray Allen, Shane Battier, Michael Beasley, Toney Douglas, LeBron James (CLE), James Jones (CLE), Rashard Lewis, Greg Oden.
 
Charlotte Hornets: þetta er annað lið sem hefur verið vaxandi, allt frá því að vera botnskítur deildarinnar yfir í það að vera samkeppnishæft lið á síðasta tímabili. Þeir bæta við sig einum áhugaverðasta leikmanni NBA deildarinnar í Lance Stephenson og völdu svo vandræðapésann PJ Hairston í nýliðavalinu, en það verður fróðlegt að sjá hvort þessir tveir geti komið sér saman innan sem utan vallar. Kjarninn er orðinn ansi þéttur, ungu strákarnir komnir með einhverja reynslu og liðið búið að finna þefinn af úrslitakeppninni, nú vilja allir sjá þetta lið taka næsta skref!
Leikmenn inn: P.J. Hairston (R), Jason Maxiell (ORL), Brian Roberts (NOP), Lance Stephenson (IND), Noah Vonleh (R), Marvin Williams (UTA).
Leikmenn út: Chris Douglas-Roberts (LAC), Brendan Haywood (CLE), Josh McRoberts (MIA), Luke Ridnour (ORL), Anthony Tolliver (PHX), D.J. White.
 
Atlanta Hawks: Haukarnir frá Atlanta komust inn í úrslitakeppnina síðasta vetur, þrátt fyrir að helsta stjarna þeirra, Al Horford hafi verið frá lengstan hluta tímabilsins. Til viðbótar við það voru þeir hársbreidd frá því að senda Pacers í sumarfrí. Litlar breytingar urðu á liðinu, kjarninn helst, nema hvað Louis Williams stakk af norður yfir landamærin.
Leikmenn inn: Kent Bazemore (LAL), Adreian Payne (R), Thabo Sefolosha (OKC).
Leikmenn út: Gustavo Ayón, Cartier Martin (DET), Louis Williams (TOR).
 
Orlando Magic: Magic eru ennþá í uppbyggingarfasa og verða það eflaust næstu tvö tímabilin. Þeim liggur ekkert á, ennþá, enda með mjög ungan kjarna sem þarf að læra á innviði NBA deildarinnar og fá tækifæri til að þroskast. Þeir verða í kjallaranum í vetur, en geta þó reynst betri liðum deildarinnar skeinuhættir framan af vetri með ungæðingslegum leik sínum.
Leikmenn inn: Seth Curry, Evan Fournier (DEN), Channing Frye (PHX), Aaron Gordon (R), Ben Gordon, Willie Green (LAC), Devyn Marble (R), Elfrid Payton (R), Luke Ridnour (CHA), Peyton Siva (DET).
Leikmenn út: Arron Afflalo (DEN), Doron Lamb (DAL), Jason Maxiell (CHH), E’Twaun Moore (CHI), Jameer Nelson (DAL), Ronnie Price (LAL).
 
 
Fréttir
- Auglýsing -