spot_img
HomeFréttirFimm sigrar í röð hjá Herði Axel og Úlfunum

Fimm sigrar í röð hjá Herði Axel og Úlfunum

Mitteldeutscher BC sigraði Artland Dragons í þýsku deildinni í gær. Hörður Axel Vilhjálmsson var í byrjunarliði MBC úlfanna og spilaði 23 mínútur. Hörður skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar. 
 
MBC hafa nú unnið fimm leiki í röð og 4. sæti deildarinnar með sama vinningshlutfall og tvö önnur lið fyrir ofan, en færri stig skoruð.
 
MBC hafa aðeins tapað fyrir Bayern Munchen í vetur og það var í fyrsta leik tímabilsins. Bayern situr nú í 5. sæti deildarinnar, en á einn leik inni. Í efsta sæti þýsku deildarinnar situr Alba Berlin sem hefur sigrað alla sína fimm leiki í deildinni en á enn eftir að spila í sjöttu umferðinni.
Fréttir
- Auglýsing -