Af og til í vetur hyggst heimasíða Skallagríms birta gamlar og skemmtilegar myndir frá leikjum Skallagríms og starfi deildarinnar. Fyrsta myndin sem birtist er skjáskot af mynd sem birtist í opnu umfjöllun DV um körfuboltastemninguna í Borgarnesi og nágrannaslag Skallagríms og Snæfells í úrvalsdeildinni. Umfjöllunin birtist í DV 2. nóvember 2004 en leikurinn sjálfur fór fram nokkrum dögum áður eða 28. október. Eins og svo oft áður var um hörkuleik að ræða og sagði í umfjöllun DV að frammistaða liðanna sýndi ,,að hvorugt liðið mætir til leiks með hálfkák í huga í vetur.”