spot_img
HomeFréttirNBA spá: norðvesturriðill

NBA spá: norðvesturriðill

 Karfan.is leitaði til sérfræðinga Facebook spjallhópsins NBA Spjallið – Where Amazing Happens og bað meðlimi hópsins að spá fyrir um komandi NBA tímabil. 
 
Nú er komið að norðvestur riðlinum, eins og honum var spáð af sérfræðingunum. Gangi spáin eftir verða það Oklahoma City Thunder og Portland Trailblazers sem komast í úrslitakeppnina, en Denver Nuggets, Minnesota Timberwolves og Utah Jazz sitja eftir með sárt ennið.
 
 
Oklahoma City Thunder: Þrumurnar hafa verið eitt af bestu liðum deildarinnar síðustu árin, og það stefnir ekki í neina breytingu þar á. Þeir koma þó eflaust til með að sakna Kevin Durant í upphafi leiktíðar, en hann verður frá út nóvembermánuð og hugsanlega lengur. Á meðan mun Westbrook lestin leika lausum hala.
Leikmenn inn: Mitch McGary (R), Anthony Morrow (NOP), Sebastian Telfair, Lance Thomas.
Leikmenn út: Caron Butler (DET), Derek Fisher, Thabo Sefolosha (ATL), Hasheem Thabeet.
 
Portland Trailblazers: Portland voru eitt af öskubuskuliðum síðustu leiktíðar. Þeir byrjuðu frábærlega og ætla eflaust að byggja ofan á reynslu síðustu leiktíðar. Frábært fimm manna lið sem vantar breiddina til að taka næsta skref.
Leikmenn inn: Steve Blake (GSW), Diante Garrett (UTA), Chris Kaman (LAL), Darius Morris, James Southerland (NOP).
Leikmenn út: Earl Watson, Mo Williams (MIN).
 
Denver Nuggets: tveir áhugaverðustu leikmenn NBA deildarinnar, þeir Nate Robinson og Kenneth “Manimal” Faried. Þetta er lið án stórstjörnu en treystir á öfluga liðsheild beggja megin vallarins og hafa nokkur sóknarvopnin innan sinna raða, smelli liðið saman verður það skeinuhætt hverjum andstæðingi sínum.
Leikmenn inn: Arron Afflalo (ORL), Alonzo Gee (CLE), Erick Green (R), Gary Harris (R), Jusuf Nurkic (R).
Leikmenn út: Aaron Brooks (CHI), Evan Fournier (ORL), Anthony Randolph, Jan Vesely.
 
Minnesota Timberwolves: Úlfarnir voru hluti af þreyttustu sápuóperu sumarsins, sem endaði með því að Kevin Love var skipt til Clevelend fyrir fyrstu valréttina 2013 og 2014, Kanadamennina Anthony Bennett og Andrew Wiggins. Liðið tekur glænýja stefnu án stórstjörnu, byggt á mörgum ungum og spennandi bitum. Það má allt eins búast við ungæðingslegum körfubolta í Minneapolis í vetur.
Leikmenn inn: Anthony Bennett (CLE), Zach LaVine (R), Glenn Robinson III (R), Andrew Wiggins (R), Mo Williams (POR), Thaddeus Young (PHI).
Leikmenn út: Dante Cunningham, Othyus Jeffers, Kevin Love (CLE), Luc Mbah a Moute (PHI), Alexey Shved (PHI).
 
Utah Jazz: lítið hefur gengið hjá Jazz síðustu árin og ekki lítur út fyrir að mikil breyting verði þar á í vetur. Liðið er stútfullt af ungum hæfileikamönnum sem enn eiga sitthvað ólært um NBA boltann.
Leikmenn inn: Trevor Booker (WAS), Dante Exum (R), Carrick Felix (CLE), Rodney Hood (R), Toure Murry (NYK), Steve Novak (TOR).
Leikmenn út: Diante Garrett (POR), Richard Jefferson (DAL), John Lucas III (WAS), Erik Murphy (BOS), Brandon Rush (GSW), Malcolm Thomas, Marvin Williams (CHH).
 
Fréttir
- Auglýsing -