LF Basket mátti í kvöld fella sig við tap á heimavelli gegn Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur voru 76-80 Norrköping í vil þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson gerði 14 stig, tók 4 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 3 boltum á rúmlega 35 mínútum fyrir LF.
Norrköping reyndust sterkari á endasprettinum eftir spennuslag en þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum leiddi LF 70-69 en endasprettur Norrköping varð 6-11.
Í fyrstu sex deildarleikjunum með LF hefur Haukur verið með 14 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. LF er nú í 3. sæti sænsku deildarinnar með 8 stig, 4 sigra og 2 tapleiki.