Grindvíkingar ná ekki að tefla fram Maríu Ben Erlingsdóttur í stórleik Domino´s deildar kvenna í kvöld þegar gular taka á móti Íslandsmeisturum Snæfells. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur staðfesti þetta við Karfan.is áðan.
María er stödd erlendis sökum anna í vinnu og þá er alls óvíst hvort Rachel Tecca nái að vera með en hún snéri sig á fæti á æfingu fyrr í vikunni. Grindvíkingar gætu því verið án Maríu og Tecca í kvöld en mál þeirrar síðarnefndu skýrast betur nær leik kvöldsins.