Sama spennan var í leiknum í 3.leikhluta en liðin skiptu um forustu 9 sinnum í þessum leikhluta. Í lok þriðja leikhluta náðu Valsstelpur góðri syrpu og þegar leikhlutanum lauk var staðan 68-62 fyrir Val og var mikil stemning með Valsliðinu. Þrátt fyrir mikla baráttu hjá Grindavíkurstelpum náðu þær ekki að vinna upp þennan mun og jafna leikinn aftur og svo fór að Valur vann með 8 stiga mun, 81-89. Munaði þar miklu um að meðan Valur hélt áfram að spila sinn leik þá virkaði eins og Grindavíkurstelpur væru stressaðar og fóru að þröngva boltanum of mikið inn í teig til Rachel í staðinn fyrir að láta boltann ganga vel líkt og þær höfðu gert fyrstu þrjá leikhlutana. Góður og verðskuldaður sigur hjá Valsstúlkum sem eru núna einar í 4. sæti deildarinnar.
Hjá Val var Joanna Harden með 32 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir með 16 stig og 5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir með 11 stig og 5 stoðsendingar og Ragnheiður Benónísdóttir með 8 stig og 8 fráköst.
Sverrir – Grindavík:
Ágúst – Valur: