Einn af hirðljósmyndurum Körfunar er Gunnar Jónatansson. Fyrir utan að hafa tekið þúsundir ljómynda úr körfuboltaleikjum þá hefur í áraraðir myndað bumbur og börn og birt á Instagram síðunni @bumburogborn. Nýlega byrjaði hann með nýja „vöru“ undir heitinu @kroppamyndir og er þar að bjóða uppá íþróttaportrait af öllum gerðum.
Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur, skellti sér í töku og má sjá hluta af þeirri heimsókn hér. Dani langaði aðeins öðruvísi myndir með meiri áherslu á styrk og stöðu, sterkar pósur.
Gunnar býður lesendum Körfunar sérstakt tilboð í töku og hægt er að fá nánari upplýsingar um það í skilaboðum hér @kroppamyndir