Þar sem að Snæfelli tókst einnig að vinna leik sinn í kvöld, þá eru Keflavík ennþá jafnar þeim á toppinum, á meðan að Haukar deila nú 3.-4. sætinu með Val (sem vann leik sinn í kvöld og jafanaði þar með Hauka að stigum).
Leikurinn fór heldur brösulega af stað þar sem að bæði lið einblíndu á varnarleik sinn og virtust ekki ætla að leyfa hinu liðinu að skora mörg stig í leiknum. Mikið var um tapaða bolta, loftbolta og hálf vandræðarlega sóknartilburði í fyrsta leikhlutanum.
Það voru þó Keflavíkurstelpur sem sigldu frammúr snemma í forskot sem þær áttu svo ekki eftir að láta eftir það sem eftir lifði leiks.
Maður leiksins var vafalaust leikmaður Keflavíkur, Carmen Tyson, sem skilaði hæstum framlagsstigum allra leikmanna á vellinum, eða 34. Það gerði hún með því að meðal annars skila 30 stigum og rífa niður 16 fráköst á rétt rúmum 30 mínútum í leiknum.
Hjá Haukum skilaði hin handleggsbrotna LeLe Hardy besta framlaginu, en hún setti 26 stig og tók 14 fráköst í leiknum.
Punktar:
- Haukar töpuðu 22 boltum á móti 12 hjá Keflavík.
- Í þriðja leikhluta leiksins háðu þær Carmen Tyson og LeLe Hardy mikla keppni um hvorri þeirra tækist að setja fleiri stig. Carmen skoraði 13 á móti 11 frá LeLe.
- Haukar(30/27%) áttu helmingi fleiri þriggja stiga tilraunir heldur en Keflavík(15/33%) í leiknum.
- Keflavík vann frákastabaráttuna með 52 gegn 46 Hauka. Umframfráköstin (6) komu öll sóknarmegin fyrir Keflavík.
Keflavík-Haukar 73-60 (16-10, 19-14, 23-23, 15-13)
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 30/16 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/9 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 2, Elfa Falsdottir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.
Haukar: LeLe Hardy 26/14 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Inga Rún Svansdóttir 4/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson
Umfjöllun,myndir, myndband,viðtöl / Davíð Eldur
Myndbrot úr leik:
LeLe Hardy – Haukar:
Carmen Tyson – Keflavík: