Eftir leikinn er Snæfell því eitt á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Keflavík.
Fyrsti leikhluti leiksins var í meira lagi furðuleg upplifun. Þar sem að þessi topplið virtust bæði hafa haft það að sem stefnu inn í leikinn að hann ynnist á góðri vörn, en ekki sóknartilburðum og endaði hann 15-16 fyrir gestunum þar sem að bæði lið voru undir 20% skotnýtingu.
Uppúr þessum fyrsta leikhluta tóku heimastúlkur þó af skarið og voru, með 5-10 stiga mun, skrefinu á undan, nánast út leikinn. Eða allt þangað til fjórði leikhluti var um það bil hálfnaður, en þá komst Snæfell fyrst yfir (frá því um enda fyrsta hlutans).
Þá forystu voru gestirnir ekki tilbúnir að láta af hendi og héldu út að vinna leikinn með áðurgreindum 5 stiga mun.
Leikurinn var, að mati áhorfanda, aldrei beint spennandi þar sem að forystuskiptin tvenn áttu sér snögg skipti. Eftirá að hyggja má þó gera því í skóna að reynsla meistara Snæfells hafi einfaldlega verið of mikil þegar á reyndi og þessvegna hafi þær farið með sigur í Hólminn í kvöld úr þessum toppslag.
Maður leiksins var vafalaust leikmaður Snæfells, Kristen Denise, sem skilaði hæstu framlagi, ásamt Hildi Sigurðar, leikmanna á vellinum, eða 28 stigi. Kristen skoraði 32 stig og tók 10 fráköst í leiknum.
Keflavík-Snæfell 71-76 (15-16, 18-14, 17-14, 21-32)
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 19/11 fráköst/8 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 11/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Lovísa Falsdóttir 0.
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 32/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 20/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/5 fráköst/5 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 3/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, María Björnsdóttir 2.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur
Sigurður Ingimundarson – Keflavík:
Hildur Sigurðardóttir – Snæfell: