spot_img
HomeFréttirÖruggur sigur Njarðvíkur

Öruggur sigur Njarðvíkur

Njarðvík sigraði Skallagrím í 9. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Ljónagryfjunni, með 83 stigum gegn 70.  
 

 

Njarðvík héldu þar með í við Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Stjörnuna í deildinni og eru nú, líkt og þau, með 10 stig í 4. til 7. sæti.

 

Skallagrímur er aftur á móti eitt á botni deildarinnar, með aðeins tvö stig, eða 1 sigur úr fyrstu níu umferðum móts.

 

Hvort um sig spiluðu liðin án mikilvægra leikmanna í kvöld, en í Njarðvíkurliðið vantaði Loga Gunnarsson á meðan að Skallagrímur þurfti að sætta sig við að vera án hjálpar Páls Axels Vilbergssonar.  

 

Fyrri hálfleikurinn fór hægt af stað og endaði fyrsti leikhluti með jöfnum stigum í 15 á móti 15 og í hálfleik var staðan 37 á móti 34 fyrir heimamönnum þar sem að, þrátt fyrir þennan jafna leik á blaði, hvorugt lið virtist hafa nokkurn áhuga á að vinna leikinn. Áhugaverður og spennandi seinni hálfleikur hefði þó getað verið í vændum. 

 

Það var þó ljóst snemma í þriðja leikhlutanum hvort liðið myndi bera sigurinn úr býtum þar sem að Njarðvík tóku öll tögl og haldir á leiknum og virtust, þrátt fyrir að vera kannski ekki að spila sinn besta bolta, hafa það algjörlega í sínu valdi að stjórna leiknum til enda, sem og þeir gerðu.

 

Maður leiksins var leikmaður Njarðvíkur, Mirko Stefán, sem skilaði hæstu framlagi allra leikmanna á vellinum, eða 39 stigi, en hann skoraði 23 stig (8/9 nýting í teig), tók 17 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

 

Myndasafn 

Tölfræði 

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

Ragnar Helgi – Njarðvík:

 

Sigtryggur Arnar – Skallagrímur:

 
Fréttir
- Auglýsing -