Fyrr í dag gerði Google opinbert hverju hefði verið mest leitað á leitarsíðu fyrirtækissins síðasta árið. Þetta gerðu þeir í líki margra mismunandi lista og einn af þeim, var jú af hvaða leikmönnum NBA deildarinnar hafi oftast verið leitað.
Það kemur kannski ekki á óvart að leikmaður Indiana Pacers, Paul George, hafi trónað á toppi listans fyrir síðasta árið, en að því eru taldar liggja tvær megin ástæður. Annarsvegar sú hversu langt hann fór með liði sínu í úrslitakeppni síðasta vors og hinsvegar þau ógnvænlegu meiðsl sem hann varð fyrir í æfingaleik með bandaríska landsliðinu í sumar.
Í öðru sætinu er leikmaður New York Knicks, Carmelo Anthony, af þeim sökum að mikið var rætt og ritað um hvert hann myndi fara þegar hann var með lausan samning í sumar.
Einnig eru á listanum þeir félagar úr Cleveland Cavaliers Kevin Love og Lebron James, en það var einmitt mikið pælt í hvert þeir færu í samningsleysi síðasta sumars. Nokkuð áhugavert er að sjá Shabbazz Napier í fimmta sæti listans, en hann kom vistaskiptum Lebron aðeins við þar sem að Lebron var búinn að biðja Miami Heat um að velja hann fyrir sig í nýliðavalinu áður en hann ákvað að fara aftur heim til Cleveland.
Hér að neðan er listinn í heild: