spot_img
HomeFréttirKeflavík slátraði Hamri

Keflavík slátraði Hamri

Keflavík sigraði Hamar í 14. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Sláturhúsinu, með 114 stigum gegn 46, en leikurinn var sá síðasti fyrir hvort lið á þessu ári.
 

 

Keflavík heldur þá í 2. sæti sitt í deildinni og eru með 22 stig, aðeins 4 stigum á eftir toppliði Snæfells á meðan að Hamar situr enn sem fastast í næst síðasta sæti deildarinnar með 4 stig.

 

Mikill getumunur virtist vera á liðunum tveimur í kvöld, sem gerði það að verkum að leikurinn varð í raun aldrei spennandi. Fyrsta leikhluta unnu Keflavík með 32 stigum gegn 14, þann næsta með 26 stigum gegn 8 og var staðan í hálfleik því 58 stig gegn 22 stigum, Keflavík í vil.

 

Seinni hálfleikurinn var mikið til á sömu nótum, þ.e. Keflavík bætti bara enn við forskot sitt og endaði leikinn því með svakalegum 68 stiga sigri.

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Carmen Tyson, sem skilaði hæstu framlagi allra leikmanna á vellinum, eða 53 stigi og var hún ekkert svo langt frá því að skila af sér fernu í kvöld. Var með 36 stig, 11 fráköst, 8 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Ekki slæmt miðað við að hafa spilað rétt rúmar 30 mínútur í leiknum.

 

Punktar:

  • Hamar fór aðeins einusinni á vítalínuna í kvöld.
  • Nýting Keflavíkur af vellinum var 49% á móti 23% nýtingu Hamars.
  • Hamar tapaði 27 boltum á móti 13 hjá Keflavík.
  • Allt Keflavíkurliðið nema tveir leikmenn komust á blað í stigaskorun í kvöld.

 

 

Myndasafn 

Tölfræði 

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur


Hallgrímur Brynjólfsson – Hamar:

 

Carmen Tyson – Keflavík:

 
Fréttir
- Auglýsing -