Í öðrum leikhlutanum hélt Njarðvík áfram því sem þeir höfðu sett af stað í þeim fyrsta og juku bara enn við forskot sitt gegn, á tímum, algjörlega andlausu liði Þórs. Þegar mest lét var munurinn kominn í 18 stig í leikhlutanum, en munurinn í hálfleik var 15 stig, 45-30.
Seinni hálfleikurinn var margt líkur þeim fyrri. Njarðvík að auka forystuna, reyndar var það svo að af þeim fjórum leikhlutum sem leikurinn taldi, unnu þeir þá alla. Leikmenn og þjálfarar Þórs létu þetta fara all verulega í taugarnar á sér og eins og oftast er þegar svo er, fengu dómarar leiksins að heyra það í bíttum fyrir nokkrar vel tímasettar tækni og ásetningsvillur.
Njarðvík unnu þennan með öllu óspennandi, en þó skemmtilega leik því örugglega með 96 stigum gegn 68.
Maður leiksins var leikmaður Njarðvíkur, Dustin Salisbery, sem skilaði hæstu framlagi allra leikmanna á vellinum, eða 40 stigum, en hann skoraði 44 stig og tók 13 fráköst í þessum síðasta leik sínum fyrir Njarðvík.
Punktar:
- Dustin Salisbery tók 24 vítaskot í kvöld og setti 20 af þeim niður (83%)
- Skotnýting Þórs utan af velli var 43% á móti 39% hjá Njarðvík.
- Vítanýting Þórs var 60% á móti 82% hjá Njarðvík.
- Njarðvík tók 46 fráköst á móti 36 hjá Þór.
Njarðvík-Þór Þ. 96-68
(23-15, 22-15, 25-19, 26-19)
Njarðvík: Dustin Salisbery 44/13 fráköst, Logi Gunnarsson 21/4 fráköst, Ágúst Orrason 12, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/9 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 4, Mirko Stefán Virijevic 3/9 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Oddur Birnir Pétursson 0, Maciej Stanislav Baginski 0/5 fráköst, Magnús Már Traustason 0, Snorri Hrafnkelsson 0.
Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 18/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 9, Vincent Sanford 8/6 fráköst, Oddur Ólafsson 6, Tómas Heiðar Tómasson 6, Nemanja Sovic 4/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur
Dustin – Njarðvík:
Grétar – Þór: