spot_img
HomeFréttirBaráttuglaðir Keflvíkingar sigruðu Hauka

Baráttuglaðir Keflvíkingar sigruðu Hauka

Keflavík sigraði Hauka í lokaleik 11. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Sláturhúsinu, með 85 stigum gegn 75. Leikurinn var sá síðasti fyrir jólafrí beggja liða. Keflavík eru eftir sigurinn í 5.-6. sæti með 12 stig á meðan að Haukar eru í 3.-4. sæti með 14.
 

Fyrir leikinn hafði lið Keflavíkur orðið fyrir mikilli blóðtöku þegar að samningur besta leikmanns þeirra, William Graves, hafði verið keyptur upp af ísraelska félaginu Maccabi Haifa og gat hann því ekki tekið þátt í leik kvöldsins.Hann var ekki eini leikmaður Keflavíkur sem var fjarri góðu gamni í leik kvöldsins, en áður höfðu bæði Damon Johnson og Arnar Freyr Jónsson verið settir á meiðslalista.

 

Það virtist þó ekki skipta neitt miklu máli fyrir Keflavík þar sem að aðrir leikmenn liðsins ákváðu einfaldlega að koma í stað þeirra í kvöld. Helst ber þá að nefna sterk framlög frá Guðmundi Jónssyni, Gunnari Einarssyni, Val Orra Valssyni og Reggie Dupree.

 

Leikurinn var jafn og spennandi frá byrjun til nær enda þar sem að liðin skiptu með sér forystu í heil 10 skipti. Munurinn var eitt stig í vil Hauka í lok fyrsta leikhlutans (20-21) og svo var jafnt í hálfleik (43-43). Tvisvar í seinni hálfleiknum virtist hvort lið ætla að taka af skarið og byggja sér upp einhversskonar forystu. Haukar gerðu það í þriðja leikhlutanum, en Keflavík náði að vinna það niður með nokkrum réttum þriggja stiga skotum og virkilega góðum varnarleik. Keflavík svo þegar nokkrar mínútur lifðu eftir af leiknum, þegar þeir sigldu hægt en örugglega frammúr Haukum til 10 stiga sigurs.

 

Maður leiksins var leikmaður Hauka, Emil Barja, sem skilaði hæstu framlagi allra leikmanna á vellinum, eða 23 stigum, en hann skoraði 15 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

 
 

Myndasafn #1

Myndasafn #2

Tölfræði 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Gunnar Einarsson – Keflavík:

 

Ívar Ásgrímsson – Haukar:

 
Fréttir
- Auglýsing -