Leik Hauka og Selfoss sem fara átti fram í kvöld í fyrstu deild karla hefur verið frestað vegna gruns um kórónuveiru smit í leikmannahóp Selfoss.
Fari svo að leikmenn Selfoss fái neikvæðar niðurstöður úr PCR prófum verður leikurinn leikinn komandi laugardag 8. janúar.
Tilkynning:
Leik Hauka og Selfoss sem er á dagskrá í kvöld hefur verið frestað, en grunur er um COVID-19 smit í leikmannahóp Selfyssinga. Brugðið var á það ráð að fresta leiknum þar til niðurstöður úr PCR prófum liggja fyrir. Komi í ljós að Selfyssingar eru leikfærir verður leikið á Ásvöllum laugardaginn 8. janúar kl. 15:30.