spot_img
HomeFréttirLoksins náði Tindastóll sigri í Keflavík

Loksins náði Tindastóll sigri í Keflavík

Tindastóll sigraði Keflavík í 18. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli þeirra, í Sláturhúsinu, með 104 stigum gegn 93. Keflavík hrynja því niður í 8.-9. sæti deildarinnar, sem þeir deila með Snæfell, á meðan að Tindastóll situr sem fastast í 2. sæti.
 

Fyrri hálfleikur leiksins var frekar jafn og spennandi, þar sem að heimamenn í Keflavík virtust þó oftar hafa yfirhöndina en ekki. Fyrsta fjórðungnum lauk með 3 stiga forystu heimamanna í stöðunni 25-22, en sá munur var kominn í 7 stig (45-38) þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Mestu munaði þá um frammistöðu Davon Usher fyrir heimamenn, sem var með 10 stig og 3 fráköst, en hjá gestunum var það Helgi Rafn Viggósson sem dróg vagninn með 8 stigum og 3 fráköstum.

 

Í seinni hálfleiknum var þó annað uppi á teningnum. Menn Tindastóls virtust þá koma mun betur stemmdir til leiks og tókst þeim að sigra þriðja leikhluta leiksins með 2 stigum (73-70). Snemma í þeim fjórða sigldu þeir svo hægt en örugglega framúr Keflavík í nokkuð þægilega 9-13 stiga forystu, sem þeir héldu svo allt til enda. Sigruðu leikinn að lokum með 11 stigum (93-104)

 

Maður leiksins var leikmaður Tindastóls, Myron Dempsey, en hann skoraði 23 stig (9/11 af vellinum) og tók 7 fráköst  á þeim 29 mínútum sem hann spilaði í kvöld.


Punktar:

  • Tindastóll gaf 25 stoðsendingar í leiknum en Keflavík 13.
  • Keflavík tapaði 16 boltum, en Tindastóll 11.
  • Nýting Keflavíkur fyrir innan þriggja stiga línuna var 47% (20/43), en 66% (29/44) hjá Tindastól.
  • 15 ár eru síðan Tindastóll vann síðast leik í Sláturhúsinu, en þá var leikstjórnandi þeirra, Pétur Rúnar Birgisson, þriggja ára gamall.

 

Myndasafn #1

Myndasafn #2

Tölfræði 

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Keflavík-Tindastóll 93-104 (25-22, 20-18, 28-30, 20-34, 0-0)

 

Keflavík: Davon Usher 21/9 fráköst, Damon Johnson 15/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/4 fráköst, Valur Orri Valsson 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 5, Arnar Freyr Jónsson 5, Reggie Dupree 5/4 fráköst, Gunnar Einarsson 4, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Aron Freyr Eyjólfsson 0.

 

Tindastóll: Myron Dempsey 23/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 18/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Darrel Keith Lewis 15/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Ingvi Rafn Ingvarsson 14/5 stoðsendingar, Darrell Flake 10, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 1, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Jónas Rafn Sigurjónsson 0.

 

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson

 

Darrel – Tindastóll:

 

Þröstur – Keflavík:

 
Fréttir
- Auglýsing -