spot_img
HomeFréttirÍslenska karlalandsliðið laut í lægra haldi í Kecskemét

Íslenska karlalandsliðið laut í lægra haldi í Kecskemét

Íslenska karlalandsliðið mátti þola tap í æfingaleik í dag gegn heimamönnum í Kecskemét í Ungverjalandi, 69-73. Leikurinn var annar tveggja í æfingaferð liðsins í Ungverjalandi, þar sem að í gær þeir unnu Ísrael, 79-81.

Heimamenn í Ungverjalandi byrjuðu leik dagsins betur. Leiddu með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-11 og 11 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 40-29. Íslenska liðið mætir betur til leiks í seinni hálfleiknum og vinnur aðeins á forystu heimamanna, sem er aðeins 6 stig fyrir lokaleikhlutann, 57-51. Undir lokin gerir Ísland heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum, en allt kemur fyrir ekki, niðurtaðan að lokum 4 stiga sigur Ungverjalands, 69-73.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Jón Axel Guðmundsson með 17 stig og 6 fráköst. Þá skilaði Tryggvi Snær Hlinason 5 stigum, 12 fráköstum og Hilmar Smári Henningsson var með 8 stig og 3 fráköst.

Leikirnir tveir gegn Ísrael og Ungverjalandi voru liðir í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Tyrklandi nú í ágúst, en þar mun liðið etja kappi við nokkrar sterkar þjóðir um laust sæti á leikunum sem fram fara í París á næsta ári.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -