spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞorsteinn Finnbogason leggur skóna á hilluna

Þorsteinn Finnbogason leggur skóna á hilluna

KR-ingurinn Þorsteinn Finnbogason hefur lagt skóna á hilluna og mun því ekki taka slaginn með þeim í fyrstu deildinni á komandi tímabili. Staðfestir hann þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Þorsteinn er 34 ára gamall og hefur leikið 361 leik síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélag sitt í Grindavík tímabilið 2007-08. Á þessum 16 ára meistaraflokksferil hefur hann leikið fyrir 5 félög, Grindavík, Hauka, Breiðablik, Álftanes og nú síðast KR. Með Grindavík varð hann Íslandsmeistari tímabilið 20121-12 en árið eftir 2012-13 vann hann fyrstu deildina með Haukum. Þá var hann mikilvægur leikmaður í liði Grindavíkur sem fór alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn árið 2017.

Samkvæmt Þorsteini mun hann nú leggja skóna á hilluna, en ástæðuna segir hann vera vegna anna í vinnu og að hann finni það að hann sé að detta á aldur. Enn frekar segist hann hlakka til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Hann mun þó áfram leika með B liði KR á komandi tímabili.

Karfan óskar Þorsteini velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fréttir
- Auglýsing -