spot_img
HomeFréttirÍsland lagði Ísrael með tveimur stigum í Kecskemét

Ísland lagði Ísrael með tveimur stigum í Kecskemét

Ísland lagði Ísrael í dag í æfingaleik í Ungverjalandi, 79-81, en líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi undir lokin. Ísrael var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en í þeim seinni náði Ísland yfirhöndinni og náði að lokum að sigla tveggja stiga sigur í höfn.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Tryggvi Snær Hlinason með 12 stig, 10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson með 12 stig, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson með 12 stig, 6 stoðsendingar og Styrmir Snær Þrastarson með 14 stig og 9 fráköst.

Leikurinn var annar tveggja sem liðið leikur í undirbúningi sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fram fer í næsta mánuði. Seinni leikurinn er á morgun gegn heimamönnum í Ungverjalandi kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiks

Upptaka af leik:

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -