U-20 landslið kvenna vann góðan sigur á Austurríki í dag í B-deild Evrópumótsins, sem fer fram í Rúmeníu um þessar mundir. Lokatölur voru 72-40.
Elísabeth Ægisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.
Næsti leikur hjá stelpunum er á morgun, laugardag, gegn Slóvökum. Sá leikur hefst 12:30 á íslenskum tíma.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil