spot_img
HomeFréttirÞetta er liðið sem ferðast til Craiova í dag – Evrópumótið hefst...

Þetta er liðið sem ferðast til Craiova í dag – Evrópumótið hefst á föstudag

Undir 20 ára lið kvenna lagði í dag af stað til Craiova í Rúmeníu á Evrópumótið 2023. Liðið leikur í B-deildinni en 16 bestu lið Evrópu eru í A-deild og hin 17 eru í B-deild. Mótið þeirra hefst á föstudaginn kemur en keppnin stendur yfir frá 28. júlí – 6. ágúst. 

Ísland leikur í riðli með Austurríki, Búlgaríu, Slóvakíu og Noregi. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-17. Liðið hefur leik gegn Austurríki á föstudaginn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Líkt og með aðra leiki Evrópumóta yngri landsliða verða leikir liðsins í fríu beinu vefstreymi sem aðgengilegt verður á heimasíðu mótsins.

Hérna er heimasíða mótsins

Íslenska U20 landslið kvenna er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM

Agnes María Svansdóttir · Keflavík

Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík

Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar

Emma Theódórsson · Bucknell, USA

Emma Hrönn Hákonardóttir · Þór Þorlákshöfn

Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri

Heiður Karlsdóttir · Fjölnir

Hekla Eik Nökkvadóttir · Grindavík

Stefanía Tera Hansen · Fjölnir

Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar

Vilborg Jónsdóttir · Minot State, USA

Þjálfari: Halldór Karl Þórsson

Aðstoðarþjálfarar: Hallgrímur Brynjólfsson og Benedikt Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -