spot_img
HomeFréttirÞetta eru liðin sem mætast í átta liða úrslitum HM 2023

Þetta eru liðin sem mætast í átta liða úrslitum HM 2023

Átta liða úrslit HM 2023 rúlla af stað í fyrramálið með tveimur leikjum. Í þeim fyrri mun Litháen mæta Serbíu og í þeim seinni eigast við Ítalía og Bandaríkin. Á morgun eru svo seinni leikirnir tveir þar sem að Þýskaland og Lettland mætast og Kanada og Slóvenía eigast við.

Leið liðanna í úrslitaleikinn er svo ljós þar sem að annarsvegar getur Ítalía eða Bandaríkin mætt Þýskalandi eða Lettlandi og Litháen eða Serbía mætt Kanada eða Slóveníu í undanúrslitum. Áhugavert er að sjá sex evrópsk lið í úrslitunum sem sýnir styrkleika evrópska körfuboltans á heimsvísu.


RÚV mun sýna alla leikina sem eftir eru í keppninni beint en það er +8 klst. tímamismunur til Asíu og því leikirnir snemma dags hjá okkur á Íslandi.

Þri · 5. september
Litháen – Serbía · kl. 08:45
Ítalía – Bandaríkin · kl. 12:40

Mið · 6. september
Þýskaland – Lettland · kl. 08:45
Kanada – Slóvenía · kl. 12:30

Fréttir
- Auglýsing -