spot_img

Þórir í Tindastól

Íslandsmeistarar Tindastóls hafa krækt í feitan bita á íslenska félagaskiptamarkaðnum, en liðið hefur samið við Þóri Guðmund Þorbjarnarson um að leika á Sauðárkróki á komandi tímabili í Subway-deild karla.

Þórir sem er 25 ára gamall er uppalinn KR-ingur, en hefur leikið í atvinnumennsku í Hollandi og á Spáni undanfarin tvö tímabil. Þar áður lék hann í fjögur ár fyrir lið Nebraska Cornhuskers í BIG10 deild bandaríska háskólaboltans.

Fréttir
- Auglýsing -