ÍR-ingurinn Ragnar Örn Bragason samdi í dag við Þór Þorlákshöfn til næstu tveggja ára. Þetta kom fram á Facebook síðu Þórs Þorlákshafnar í kvöld.
Ragnar lék síðast með ÍR í Domino's deildinni á síðustu leiktíð og er uppalinn þar. Þessi tvítugi skotbakvörður er 196 cm á hæð og var í U20 landsliðshóp Íslands á NM í Finnlandi í fyrra. Ragnar spilaði 23 mínútur í leik með ÍR og skoraði 6,6 stig auk þess að vera með 3,3 fráköst; 1,2 stoðsendingar og stela 1,2 boltum í leik.
Ragnar setti oft niður mikilvæg skot fyrir ÍR-inga í vetur en hann var með 30,8% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna á nýliðinni leiktíð.
Mynd: Jón Páll Kristófersson, stjórnarmaður Þórs og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari handsala samninginn við Ragnar Örn í dag. (Facebook síða Þórs Þorlákshafnar)