Hinar geysivinsælu æfingabúðir Ágústs Björgvinssonar meistaraflokksþjálfara hjá Val. Nú í samstarfi við Gatorade, fara fram í Vodafonehöllinni Hlíðarenda dagana 8. Júní – 11. júní næstkomandi. Búðirnar eru hugsaðar fyrir áhugasama körfuboltastráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára.
Æfingabúðirnar hafa verið haldnar frá árinu 2001 og eru því 14 ára í ár. Á þessum 14 árum hafa yfir eittþúsund leikmenn sótt búðirnar. Metþátttaka var júní 2008 þegar rúmlega 140 leikmenn sóttu búðirnar sem voru haldnar í DHL-höll KR-inga.
Vodafonehöllin er eitt glæsilegasta íþróttahús landsins og aðstaðan eins og best verður á kosið, en alls eru 22 körfur í húsinu og því möguleiki á að spila á 6 völlum í einu.
Ágúst hefur mikla reynslu af körfuboltabúðum sem þessum en meðal búða sem hann hefur þjálfað eru í Duke University og Five Star Basketball Camp í Bandaríkjunum.
Þjálfarar – Undanfarin ár hafa margir af færustu þjálfurum landsins þjálfað í búðunum og verður engin undantekning á því í ár.
Þeir krakkar sem taka þátt fá tækifæri til þess að njóta handleiðslu mjög hæfra þjálfara sem munu aðstoða krakkana þessa fimm daga sem búðirnar fara fram. Körfuboltabúðirnar eru á milli kl 17.00 og 20.30 frá mánudeginum 8. júní til fimmtudags 11. júní og verðið er einungis 6.500 krónur. Frá klukkan 16.00 til 17.00 gefst leikmönnum færi á að hitta þjálfara og vinna í einstaklingsatriðum.
Körfuboltabúðir Gatorate 2015:
Frá 8. júní til 11. júní 17.00-20.30
12 til 18 ára stelpur og strákar
Verð 6.500 krónur
Gatorate bolur og drykkur fyrir alla þátttakendur
Skráning og upplýsingar á [email protected]
Frekari upplýsingar veita : Ágúst Björgvinsson 696-9387