Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gekk nýverið frá samkomulagi við flesta af leikmönnum sínum fyrir næstu leiktíð. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu sem send var á fjölmiðla í dag.
Þjálfarar verða áfram Friðrik Ingi Rúnarsson, Teitur Örlygsson og Agnar Már Gunnarsson.
Þeir leikmenn meistaraflokks kvenna sem samið var við eru Aníta Carter, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, Snjólaug Ösp Jónsdóttir, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir, Ása Böðvarsdóttir Taylor, Júlía Scheving Steindórsdóttir, Soffía Rún Skúladóttir, Svala Sigurðardóttir, Ásta Magnhildur Sigurðardóttir, og María Jónsdóttir.
Þeir leikmenn meistaraflokks karla sem samið var við eru Jón Arnór Sverrisson, Atli Karl Sigurbjartsson, Adam Eiður Ásgeirsson, Ólafur Helgi Jónsson , Ragnar Helgi Friðriksson, Maciek Baginski, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson og Hilmar Hafsteinsson. Logi Gunnarsson fyrirliði liðsins heldur áfram en hann á eitt ár eftir af samningi sínum.
Félagið er enn í viðræðum við fleiri leikmenn.
Í tilkynningunni segir:
Eins og verið hefur undanfarin ár mun UMFN byggja sín lið áfram á uppöldnum leikmönnum sem skila sér á hverju ári frá kraftmiklu yngri flokka starfi félagsins. Félagið leggur gríðarlega áherslu á góð gæði við þjálfun frá yngstu stigum til meistaraflokks en á undanförnum árum hefur félagið státað af frábærum þjálfurum. Verður þar engin breyting á til næstu ára. Sumarið verður m.a. notað til styrktaræfinga rétt eins og síðustu ár enda státar félagið af Ólafi Hrafni, hæfum og vel menntuðum styrktarþjálfara sem er nú á sínu 3ja ári hjá klúbbnum. Verður tryggt að leikmenn félagsins komi vel undan sumri og klárir í átök næsta keppnistímabils.
Stjórn félagsins vill nota tækifærið og þakka þeim mikilvægu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn við störf félagsins á sl. tímabili. Jafnframt þakkar stjórn félagsins hinum fjölmörgu öflugu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrkt hafa starf deildarinnar fjárhagslega á umliðnum árum en rekstur félagsins stendur traustum fótum.
Að lokum þakkar stjórn kkd UMFN leikmönnum sínum fyrir traustið sem endurspeglast í þeim fjölda samninga sem nú þegar hafa verið undirritaðir.
– Gunnar Örlygsson, formaður kkd. UMFN
Myndir: kkd. UMFN