spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚr Laugardalnum í Dalhús

Úr Laugardalnum í Dalhús

Fjönir hefur krækt í Kristófer Má Gíslason sem er 26 ára vængmaður sem lengi lék stórt hlutverk með liði Skallagríms, en á síðustu leiktíð spilaði hann fyrir nýliða Ármanns í fyrstu deildinni.

Í 27 leikjum með Ármanni á síðustu leiktíð skilaði Kristófer 15 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik, en þá skaut hann boltanum með 39% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna á tímabilinu.

Kristófer er annar leikmaðurinn sem Fjölnir nær í frá Ármann, en í gærkvöldi var tilkynnt að þeir hefðu einnig samið við leikmann þeirra William Thompson.

Fréttir
- Auglýsing -