spot_img
HomeFréttirPétur Már sagði það afrek að hafa tryggt sæti Íslands í deild...

Pétur Már sagði það afrek að hafa tryggt sæti Íslands í deild þeirra bestu “Verðum með mjög gott lið á næsta ári líka”

Undir 20 ára karlalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Ítalíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 9 til 12 á Evrópumótinu í Heraklion. Ísland mun því mæta liðinu sem tapar viðureign Spánar og Slóveníu í lokaleik mótsins á morgun, en það mun vera upp á 11. sæti mótsins.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Pétur Már Sigurðarson þjálfara liðsins eftir leik í Heraklion. Talar Pétur meðal annars um það afrek að hafa tryggt sæti Íslands í deild þeirra bestu með sigri gegn Svartfjallalandi á fimmtudag, ástæður þess að Tómas Valur Þrastarson lék ekki með Íslandi í dag og hverju megi búast við í lokaleik mótsins á morgun.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -