spot_img
HomeFréttir1-0 Golden State Warriors

1-0 Golden State Warriors

Veislan er hafin! NBA úrslitin hófust í gærkvöldi með leik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers í Oakland.

 

Heimamenn voru seinir í gang. Sóknarleikurinn stirður og varnarleikurinn ekki til staðar á meðan LeBron James og félagar léku á alls oddi. Warriors voru 13 stigum undir þegar Andre Iguodala og Marreese Speights komu inn á og rifu þetta í gang. Iggy var frábær af bekknum og gerði þetta að jöfnum leik aftur.

 

Stephen Curry og Klay Thompson hitnuðu strax í öðrum leikhluta og fóru að setja skotin niður.

 

Enginn réði hins vegar við LeBron James sem var kominn með 31 stig eftir þrjá leikhluta. Sama hvað var reynt og hver fékk það hlutverk að dekka hann, þá skoraði LeBron úr nánast hvaða færi sem var.

 

Jafn leikur allt til loka venjulegs leiktíma en í framlengingunni small Warriors vörnin saman eins og hún hefur gert í allan vetur. Þeir héldu Cavaliers í aðeins 2 stigum í framlengingunni og sigldu fram úr með 100-108 sigur í farteskinu.

 

Curry og Thompson leiddu sína menn í stigaskori með 26 og 21 stig. Iguodala átti frábæra innkomu af bekknum með 15 stig. LeBron James var óstöðvandi hjá Cavaliers með 44 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Kyrie Irving bætti við 23 stig, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum en meiddist á hægri fæti í framlengingunni. Timofey Mozgov átti góða spretti með 16 stig og 7 fráköst en annars var framlagið takmarkað Cleveland megin.

 

Fréttir
- Auglýsing -