spot_img
HomeFréttirOrri frábær er Ísland tryggði sér áframhaldandi veru í A deildinni -...

Orri frábær er Ísland tryggði sér áframhaldandi veru í A deildinni – Lögðu Svartfjallaland örugglega í dag

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Svartfjallaland í dag í umspili um sæti 9 til 16 á Evrópumótinu í Heraklion. Liðið hefur því tryggt sér sæti í umspili um sæti 9 til 12 á mótinu og þar með áframhaldani veru í A deildinni, þar sem aðeins tvö lið falla af sextán.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins ekkert sérlega spennandi á lokasprettinum., Mikið jafnræði var þó á með liðunum í fyrri hálfleik, þar sem Ísland leiddi aðeins með 2 stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-18 og með 3 stigum í hálfleik, 39-42.

Seinni hálfleikurinn var svo algjörlega eign íslenska liðsins, þar sem þeir unnu þriðja fjórðung með 21 stigi og leikinn að lokum með 26 stigum, 73-99.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Orri Gunnarsson með 30 stig, 10 fráköst, 4 stoðsendingar, Tómas Valur Þrastarson með 22 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og Almar Orri Atlason með 21 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar.

Íslenska liðið fær frídag á morgun, en á laugardag mæta þeir sigurvegara viðureignar Ítalíu og Póllands í fyrsta leik umspils um sæti 9 til 12 á mótinu.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -