spot_img
HomeFréttirSigur á Rúmenum í gær

Sigur á Rúmenum í gær

Rúmenar lágu i valnum eftir seinni leik föstudagsins 89-72. Úrslitaleikur við sterka Eista um efsta sæti a riðils a morgun (laugardag). 

Það voru full afslappaðir íslenskir piltar sem hófu leik gegn Rúmenum i seinni leik föstudagsins hér í aðalhöll mótsins. Rúmenar höfðu tapað stórt i fyrsta leik gegn Eistum og ætluðu auðsjáanlega að selja sig dýrt.

 

Með slökum varnarleik okkar manna og mörgum villum komust Rúmenarnir 7-2 yfir og fljótlega 17-10. Í stöðunni 23-16 ákváðu íslensku piltarnir að hefja leik og skoruðu næstu 10 stig leiksins i röð og komust yfir 26-23. Flottur kafli og íslenska liðið orðið líkara sjálfu sér miðað við frammistöðu fyrri leiks dagsins. Staðan eftir fyrsta leikhluta 28-28.

 

Í upphafi annarrar lotu höfðu piltarnir fengið nóg og fundið lausnir á framliggjandi pressu Rúmena en 17 stig gegn 2 voru staðreynd og okkar piltar komnir í þægilega forystu sem helst að mestu út hálfleikinn. Staðan 53-42 fyrir Ísland i hálfleik.

 

Allir leikmenn höfðu hér komið við sögu i leiknum og allir að leggja vel i púkkið á allan mögulegan máta. Fráköst, stoðsendingar eða stig, nú eða góð varnarvinna hjá öllum. Þriðji leikhluti var líkur öðrum þar sem strákarnir komust mest 21 stigi yfir einmitt í lok leikhlutans 76-55.

 

4. og síðasti leikhlutinn var síðan líkt og fyrri svipaður lokatölur 89-72. Allir fengu að spila og mínútum dreift bróðurlega á milli manna. Flott tilþrif sáust sóknar- og varnarlega og strákarnir duglegir.

 

Stigaskorið dreifðist á marga en Arnór setti 24, Sigvaldi 17, Brynjar og Hilmar P 10 stig hvor, Hafsteinn 9, Hilmar Smári 5, Ingvar og Smári 4 stig, Daníel 3, og Þorsteinn 2. Elvar og Arnar Geir náðu ekki að skora að þessu sinni en spiluðu engu að síður mjög vel.

 

Næst er eins og fyrr segir leikur gegn Eistum sem eru sterkir með flotta leikmenn. Við verðum með frekari fréttir af því seinna.

 

Texti: Sævaldur Bjarnason

Vefsíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -